Bakaríð vinsælt á sólríkum dögum
Við komum við í bakaríinu til að kíkja á nýju ísvélina sem býr til
gamla ísinn góða.
Við töluðum við Róbert bakara og hann sagði okkur aðeins um breytingarnar
sem hafa verið gerðar í bakaríinu nýlega.
Auk ísins sem varð jafnvel enn vinsælli í gær þegar sól skein í heiði
eru þau í bakaríinu farin að leggja áherslu að vera með meira úrval af smurðu brauði
í bakaríinu fyrir ferðamennina sem er óðum að fjölga.
Einnig er í boði að fá sér hollt og gott búst með alls konar bragði.
Róbert var mjög hress og sagði að ferðamannastraumurinn hefði aukist í
síðustu viku og þá væri hann ekki bara að tala um erlenda ferðamenn heldur líka íslenska.
Laufey Rún Harðardóttir, Hrafnhildur Olga Hjaltadóttir og Gísli Þráinn Kristjánsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.