Bæjarráð tekur undir með stjórn SSNV
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
01.06.2010
kl. 08.15
Bæjarráð Blönduósbæjar tók á fundi sínum í gær undir ályktun stjórnar SSNV um að alþingismenn NV-kjördæmis og ríkisstjórn Íslands beiti sér fyrir því að við fjárlagagerð ársins 2011 verði störfum á vegum ríkisins á Norðurlandi vestra ekki fækkað meira en orðið er, og áfram verði tryggt fjármagn í þau verkefni sem nú þegar njóta stuðnings.
Opinberum störfum á Norðurlandi vestra hefur fækkað um 1,2 störf þvert á vaxtarsamning sem kvað á um aukningu opinberra starfa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.