Aukning á komum íslenskra ferðamanna í júlí

Fjöldi gesta í Selasetri Íslands. Mynd: Selasetur.is

Á heimasíðu Selaseturs Íslands á Hvammstanga segir að gestatölur fyrir júlí sýni ríflega 86% fjölgun íslenskra gesta í setrið frá því á sama tíma í fyrra.

Þetta eru ánægjulegar tölur í ljósi þess að tölur júnímánaðar höfðu sýnt ríflega 5% fækkun íslenskra gesta frá því 2008. Heildarfjölgun íslenskra gesta á það sem af er þessu ári er um 36%, en 1. ágúst höfðu alls 884 Íslendingar sótt setrið heim.

Erlendum ferðamönnum heldur áfram að fjölga en tölur fyrir júnímánuð sýna ríflega 53% aukningu frá því í júlí í fyrra. Heildarfjölgun erlendra ferðamanna á árinu er ríflega 66%, en 1. ágúst höfðu 1553 erlendir gestir sótt setrið heim.

Heildaraukning heimsókna í Selasetur Íslands það sem af er árinu er tæplega 54%, en heildargestafjöldi 1. ágúst voru 3746 gestir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir