Aukið umferðareftirlit að skila árangri
Alls hafa 212 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki frá 1. júní sem er 17% aukning frá sama tímabili 2008. Á sama tímabili hefur umferðaróhöppum í umdæminu fækkað úr 26 í 18 sem er um 30% fækkun milli ára. Ein af ástæðum þessa er aukið umferðareftirlit, en lögreglan á Sauðárkróki hefur nú í sumar tekið þátt í sérstöku umferðareftirliti Vegagerðarinnar, Umferðarstofu og Ríkislögreglustjóra. Aðal markmið þessa verkefnis er að fækka banaslysum og alvarlegum slysum þannig að fjöldi slíkra tilfella á tímabilinu á hverja 100 þúsun íbúa verði ekki meiri hér á landi en hjá þeim þjóðum sem bestum árangri hafa náð í umferðaröryggi. Viðbótarmarkmið er að draga úr líkum á umferðarslysum og afleiðingum þeirra. Tímabilið sem samningurinn nær yfir er frá 11. mars 2009 til 10. mars 2011. Alls hafa 212 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki frá 1. júní sem er 17% aukning frá sama tímabili 2008.
Á sama tímabili hefur umferðaróhöppum í umdæminu fækkað úr 26 í 18 sem er um 30% fækkun milli ára. Ein af ástæðum þessa er aukið umferðareftirlit, en lögreglan á Sauðárkróki hefur nú í sumar tekið þátt í sérstöku umferðareftirliti Vegagerðarinnar, Umferðarstofu og Ríkislögreglustjóra.
Aðal markmið þessa verkefnis er að fækka banaslysum og alvarlegum slysum þannig að fjöldi slíkra tilfella á tímabilinu á hverja 100 þúsun íbúa verði ekki meiri hér á landi en hjá þeim þjóðum sem bestum árangri hafa náð í umferðaröryggi.
Viðbótarmarkmið er að draga úr líkum á umferðarslysum og afleiðingum þeirra. Tímabilið sem samningurinn nær yfir er frá 11. mars 2009 til 10. mars 2011.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.