Auglýsa eftir minjagripum tengdum Hólum
Ferðaþjónustan á Hólum auglýsir eftir tilboðum um nýjar vörur sem tengjast Hólum í Hjaltadal og yrðu til sölu á staðnum sem minjagripir.
Minjagripurinn þarf að vera af heppilegri stærð og gerð fyrir ferðafólk til að taka með sér, en fyrst og fremst þarf hann að hafa tengingu við Hóla í sögu og/eða samtíð. Bæði handgerðir og fjöldaframleiddir gripir koma til greina.
Þeir, sem hafa áhuga eru beðnir að senda sýnishorn/frumgerð af vörunni ásamt stuttri greinargerð um hvernig hún tengist Hólum, upplýsingar um fjölda/magn sem hægt er að framleiða og verðhugmynd, fyrir 15. janúar 2010.
Ferðaþjónustan á Hólum áskilur sér rétt til að taka og/eða hafna öllum tilboðum.
Nánari upplýsingar veitir Claudia Lobindzus í síma 455 6333 eða á netfanginu booking@holar.isÞetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.