Auðhumla eignast hlut í Vilko ehf.

Auðhumla, samvinnufélag í eigu um 700 mjólkurframleiðenda um land allt hefur keypt 4.894.806 kr. hlut í Vilko ehf. á genginu 2,2 á hlut. Kaupverð er því 10.768.573 kr

Auðhumla hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis.

Í erindi sem Vilko ehf sendi Blönduósbæ var farið þess á leit að hluthafa falli frá forkaupsrétti sínum í Vilkó. Bæjarráð Blönduósbæjar samþykkti erindið fyrir sitt leyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir