Atvinnuþróun og byggðamál í forgrunni

Skrafað og skeggrætt á ársþingi SSNV. Frá vinstri: Hörður Ríkharðsson, Valgarður Hilmarsson og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga. Mynd: KSE
Skrafað og skeggrætt á ársþingi SSNV. Frá vinstri: Hörður Ríkharðsson, Valgarður Hilmarsson og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga. Mynd: KSE

Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, var haldinn í félagsheimilinu á Blönduósi á föstudaginn í síðustu viku. Þingið sátu kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna sjö á svæðinu, ásamt starfsmönnum SSNV, þingmönnum og fleiri gestum, alls um 40 manns. Blaðamaður Feykis var á staðnum og fylgdist með þingstörfum.

Í 40. tölublaði Feykis, sem kom út á fimmtudaginn, var fjallað um þingstörfin. Nánar verður fjallað um þær ályktanir sem samþykktar voru á þinginu. Fjölluðu þær meðal annars um atvinnumál, samgöngumál, félagsþjónustu og heilbrigðismál, menntamál o.fl. Þá voru samþykktar breytingar á lögum og þingsköpum samtakanna. Einnig var samþykkt að leggja allt að 25 milljónir króna í markaðs- og kynningarmál fyrir landshlutann. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir