Atvinnuátak hjá vinnuskóla Skagafjarðar

Byggðarráð Skagafjarðar hefur ákveðið að fela félags- og tómstundanefnd yfirumsjón með átaksverkefni vegna vaxandi atvinnuþarfa 16 ára og eldri á komandi sumri.
 

 

Þá áréttaði Byggðarráð á fundi sínum þá  málsmeðferð, vegna bókunar félagsmálanefndar frá 28. apríl 2009 um laun ungmenna sem ráðin eru til sumarstarfa hjá sveitarfélaginu annars vegar og laun jafnaldra þeirra sem boðin er námsvist í vinnuskóla sveitarfélagsins hins vegar, að bókunin gildir eingöngu gagnvart þeim ungmennum sem boðin er námsvist við vinnuskólann.
Laun skulu miðuð við þá launataxta sem tilgreindir eru í umræddri bókun og reiknuð út frá þeim. Sveitarfélagið er með þessari aðgerð að leggja aukið fé til vinnuskólans til að gefa ungmennum á þessum aldri, sem ekki fá vinnu á almennum vinnumarkaði, möguleika til að stunda nám við vinnuskólann og þau námskeið sem þar er boðið upp á og þiggja laun fyrir.
Hér má sjá bókun félags- og tímstundanefndar um laun unglinga í Vinnuskóla Skagafjaraðr sumarið 2009.

-Félags-og tómstundanefnd samþykkir fyrirlagðar tillögur um að tímalaun unglinga í Vinnskóla Skagafjarðar sumarið 2009 verði eftirfarandi og taki mið af launaflokki 116-3. þrepi: 7.bekkur 335,- 34% ( 2 vikur, 4 klst. á dag ) 8.bekkur 385,- 39% (5 vikur, 6 klst. á dag) 9.bekkur 460,- 47% (7 vikur, 6 klst. á dag ) 10.bekkur 550,- 56% ( 8 vikur, 6 klst. á dag )  Þar að auki leggur nefndin til að laun ungmenna fædd 1991 og 1992 sem ráðin verða til Sveitarfélagsins í sumarverkefni verði eftirfarandi og gildi um allar deildir sveitarfélagsins sem einnig tekur mið af launaflokki 116-3. þrepi : árgangur 1992 640,-70%+orlof ( 8 vikur, 6 klst. á dag ) árgangur 1991 680,-74%+orlof ( 8 vikur, 6 klst. á dag )

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir