Átti að hella Hvatarmenn fulla fyrir leik. Pistill frá Kára Kárasyni
Þið getið ekki trúað því sem hérna er að gerast. Á meðan flest lið hérna eru að koma fram við andstæðinga af virðingu, þá eru liðsmenn Armena á annari línu. Í gær í og eftir hófið hjá Uefa, reyndu þeir hvað þeir gátu til þess að bera í okkar vínföng og settu síðan punktinn yfir i ið með þvi aðbjóða mér og Gissuri uppí herbergi þar sem átti að hella í okkur Armeniskt Koniak.
Það hefði geta orðið slæmt þar sem hann er leikmaður, þjálfari og fyrirliði liðsins. Í morgun var mér sagt að tveir væru í leikbanni hjá Armenum, þeas þjálfari og formaður klúbbsins. Vegna þess verður bætt við tveimur öryggisvörðum svo þeir reyni ekki að fara inná völlinn eða búningsklefa, þeim báðum á að fylgja strax og við komu i höllina, uppí stúku og þar munu öryggisverðir fylgjast með því að þeir geri ekki tilraun til þess að fara niður á völl til leikmannana.
Allan daginn mátti finna fyrir vaxandi spennu þar sem Ísraelarnir voru að vingast við okkur á fullu og þjálfarinn jafnvel kom aðtali við mig til að gefa mér hint um leikinn o.s.frv. Á hinn bóginn var það þannig að þegar Armenarnir sáu að við vorum að tala við ísraelana þá voru þeir mættir til þess að vingast við okkar og þannig mætti lengi telja. Inni þessa jöfnu bættustu síðan dómararnir sem voru kammó við okkur en forðuðust Armenana. Allaveganna þá var það vitað fyrir leikinn að Armenar þurftu að sigra okkur stórt til að tryggja sig áfram.
Jæja ræðum leikinn, en hann byrjaði ekki vel strax í búningsklefa, en Brynjar þurfti að draga sig út úr liðinu vegna meiðsla í baki, varamönnunum fækkaði þá frá 5 niður í 4 og það var slæmt. Frá stúkunni mátti heyra að her manna á bandi Armenana voru mættir og á göngunum var augnaráð Armenana þannig að einum varð að orði „ bíddu við erum við að fara út í heilagt stríð eða fótboltaleik“. Þegar inná völlin var komið varð strax ljóst að fáir ef nokkrir voru á okkar bandi og einnig varð það ljóst að við vorum ekki af fara að tala neitt saman inná vellinuum, þvílíkur var hávaðinn frá áhorfendurm Armenanna.
Armenarnir spiluðu þennan leik af skynsemi stíluðu mikið inn á það að fiska brot á okkur fyrir afar litlar sakir. , Þannig að í restina vorum við að fá mörg víti á okkur vegna „ brota“ sem voru engann veginn að hjálpa til. Frosti fékk snemma gult fyrir að handleikaboltann utan vítateigs. Það sem pirraði undirritaðann mest var að Írski dómarinn sem var á línunni meðfram varabekkjunum, dæmdi alltaf okkur í óhag og var það mat manna eftir leikinn að Írinn hefði bara ekki kjark til að dæma á Armenana, þegar ég er að tala um mat manna þá er ég ekki að tala um okkur strákana heldur Austurríkismennina sem komu að skipulaggningu mótsins. En til að ljúka þessu með leikinn þá töpuðum við 7-0 og þar af voru mörkin úr vítunum 4. En það er alltaf hægt að finna ljós í myrkrinu en Stefán skoraði sitt fyrsta Evrópumark í dag, að vísu í eigið mark en Evrópumark er Evrópumark.
Ég verð aðeins að koma að einum punkti sem ég hef komist að með þvi að vera með drengjunum nú í nær eina viku. Þeir geta keppt í nær öllu, eplasafa drykkju, glímu, látbragðsleik, giska á tíma og þannig mætti lengi telja. Þegar við vorum í PRATA skemmtigarðinum í gær, var alltaf verið að keppa innbyrðis td í einhverju músahlaupi þar sem við áttum að hitta bolta ofaní holur, Go kart og að sjálfsögðu mini golfi. Við erum einnig að keppa í öðru en það er sektarsjóði. Komi einhver úr hópnum of seint td í rútu, liggur fyrir sekt uppá 5 evrur, séu liðnar 3 mínutur til viðbótar þá bætast við aðrar 5 evrur og þannig kolla kolli. Staðan sjóðsins var í morgun 60 evrur. Þessum sjóð á að verja í snakk, nammi og bjór fyrir síðasta kvöldið sem er í kvöld. Í kvöld ætlum við einnig að gefa okkar manni honum Nick, harðfisk, opal nammi og opal snafs,auk þess sem við afhendum honum hvatartreyju þar sem við höfum allir skifað nafn okkar auk persónulegrar skilaboða til Nick. Vonandi mun honum lika við veigarnar og treyjuna.
En nú er komið að lokum í þessari ferðasögu eða ævintýri. Í dag fljúgum við heim og lendum í Keflavík um miðnætti. Og vill ég nota þetta tækifæri til að þakka Blönduosbæ, 66°N, Icelandair, KSÍ og Creditinfo fyrir þeirra framlag til ferðarinnar, mikið af þessu hefði einfaldlega ekki verið hægt án ykkur stuðning og fyrir það eru við þakklátir, takk fyrir okkur. Sem farastjóri get ég sagt ykkur að hópurinn er saman settur af frábærum strákum og aldrei á meðan á ferðinni stóð, kom upp einhver neikvæði eða ósætti. Ég tel að ef við höldum rétt á spilunum, tökum Futsalið alvarlega á ársvísu, þá erum við á réttri leið. Þar sem skiptingar eru leyfðar ótakmarkað í Futsali, þá er þetta ekki spurning um eingöngu unga þróttmikla drengi, heldur sterka lipra einstaklinga sem halda bolta vel og lesa leik andstæðingana .
Íslensk félagslið ættu að skoða þann kost að stofna Futsal lið til að auka á fjölbreytni í starfi, því Futsal er virkilega skemmtileg íþrótt og áhorfendavæn.Hins vegar skal það nefnt hér að það lið sem fer utan á næsta sumrí til að taka þátt í Evrópumóti, ættu að taka með sér nægan mannskap amk 14 leikmenn og 2-4 starfsmenn.
Ég vona að þið lesendur hafi haft gaman af ferðssögu okkar og fengið innsýn í veru okkar á Evrópumótinu í Futsa.
Með Hvatarkveðju.
Kári K
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.