Átta ungir leikmenn semja við körfuknattleiksdeild Tindastóls

Átta ungir leikmenn skrifuðu undir samning við Stólana í dag. Með á myndinni sem hér fylgir eru Björn Hansen stjórnarmaður, Ólafur Stefánsson stjórnarmaður og Stefán Jónsson formaður. Þeir eru þessir sem líta út fyrir að vera aðeins eldri en hinir.
Átta ungir leikmenn skrifuðu undir samning við Stólana í dag. Með á myndinni sem hér fylgir eru Björn Hansen stjórnarmaður, Ólafur Stefánsson stjórnarmaður og Stefán Jónsson formaður. Þeir eru þessir sem líta út fyrir að vera aðeins eldri en hinir.

Í tilkynningu sem stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls sendi frá sér nú undir kvöldið er sagt frá því að í dag skrifuðu átta leikmenn undir samning um að leika með liði Tindastóls á næsta keppnistímabili. Þar á meðal eru Pétur Birgisson, Viðar Ágústsson og Hannes Másson.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Finnbogi Bjarnason, Elvar Hjartarson, Hannes Másson, Hlynur Einarsson, Kristófer Auðunsson, Pétur Birgisson, Viðar Ágústsson og Þröstur Kárason. Óskar stjórn félagsins leikmönnunum innilega til hamingju með undirskriftirnar.

Það er ljóst að þessar samningar eru mikil gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Tindastóls og alla sem að félaginu koma. Ekki síst er það sterkt að liðið mun halda þeim Pétri Birgissyni og Viðari Ágústssyni sem voru tveir af máttarstólpum liðsins á síðasta tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir