Athugasemdir við ráðningu
feykir.is
Skagafjörður
12.08.2009
kl. 09.25
Guðrún Hanna Halldórsdóttir, íbúi í Fljótum, hefur sent félags- og tómstundabréf Skagafjarðar bréf þar sem hún óskar eftir skýringum og rökstuðningi á ráðningu rekstraraðila sundlaugarinnar að Sólgörðum.
Sundlaugin var opnuð á ný eftir lagfærðingar þann 30. júlí sl. og var þá gerður verktakasamningur við Ingunni Mýrdal um rekstur laugarinnar frá 30.júlí -25.ágúst.
Var erindi Guðrúnar Hönnu vísað til Sveitarstjóra til svara þar sem hann er yfirmaður starfsmanna Frístundasviðs.
Jenný Inga, áheyrnarfulltrúi V.G. óskaði á fundinum bókað að hún mótmæli hvernig að ráðningu rekstraraðilans var staðið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.