Ásmundur Einar stendur fast á sínu
BB segir að samkvæmt áliti Ásmundar Einars Daðasonar, alþingismanns VG eigi þjóðin á að eiga fyrsta orðið“Þjóðin á ekki einungis að eiga síðasta orðið um aðild Íslands að Evrópusambandinu, hún á einnig að eiga það fyrsta að mati Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Ásmundur Einar greiddi atkvæði með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu en sagði nei við tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður Íslendinga við ESB.
„Frú forseti. Við ræðum breytingartillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu sem ég hafði hug á að taka þátt í að flytja og hef lýst því yfir hér að ég muni styðja þessa tillögu. Þetta er í samræmi við það sem kynnt var í kjördæmi mínu fyrir síðustu kosningar. Þetta er það lengsta sem ég hugsanlega get teygt mína sáttarhönd til að koma þessu Evrópusambandsmáli í einhvern farveg. Því segi ég já. Þjóðin á ekki einungis að eiga síðasta orðið, hún á líka að eiga það fyrsta,“ sagði Ásmundur Einar við atkvæðagreiðsluna.
Ásmundur Einar yfirgaf þingsal Alþingis í síðustu viku og sagðist ekki ætla að taka þátt í umræðum um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Hann sagðist ekki vera óbundinn í málinu vegna utanaðkomandi þrýstings.
Ásmundur Einar verður í viðtali í Feyki sem kemur út á fimmtudaginn
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.