Áskorun til allra þeirra er sinna skipulögðu starfi með börnum og unglingum
Heimili og skóli – landssamtök foreldra og SAFT skora á alla skóla, frístundaheimili og aðra sem sinna skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með börnum og unglingum að fara gætilega með þær myndir sem teknar eru í starfinu.
Sérstaklega þarf að huga að því hvaða efni er sett á vefinn. Dæmi eru um að sakleysislegum myndum úr sundferðum eða öðrum tómstundum sé breytt og þær jafnvel teknar úr samhengi með því að setja afrit á aðrar síður.
Nýlega fjallaði Ísland í dag um mál þar sem kona fann mynd af barni sínu á vefsíðu bandarískra kynþáttahatara. Hún hafði farið með barnið á ljósmyndastofu þar sem myndin var tekin og síðan sett á Flickr myndasíðu, með leyfi foreldris. Myndin var merkt ljósmyndara en það kom ekki í veg fyrir að henni væri stolið og hún notuð í ógeðfelldum tilgangi.
Mikilvægt er að skoða vel allar friðhelgisstillingar á Facebook, merkja myndir og setja jafnvel klausu um höfundarrétt á myndavefi svo hægt sé að sækja rétt sinn ef út í það fer.
- Hrefna Sigurjónsdóttir
- Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.