Ásbjörn ósáttur við niðurskurðarhníf Jóns Bjarnasonar
Ásbjörn Óttarsson fyrsti þingmaður Nv kjördæmis gagnrýnir í aðsendri grein hér á Feyki.is, ríkisstjórnina fyrir ósanngjarna beitingu niðurskurðarhnífsins á landsbyggðinni og spyr eftir Jóni Bjarnasyni.
Ásbjörn segir að landsbyggðin komi verst út úr þessum niðurskurðaaðgerðum ríkisstjórnarinnar og telur að seint verði hægt að segja að ríkisstjórnin sé allra landsmanna. Tekur hann dæmi um að á meðan verið er að draga úr framlögum til heilbrigðisstofnana á Patreksfirði, Blönduósi og Sauðárkróki aukast útgjöld aðalskrifstofu heilbrigðisráðuneytis í Reykjavík.
-Þessi svokallaða velferð eru að sjálfsögðu öfugmæli. Það er a.m.k. ekki velferð fyrir alla, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, segir Ásbjörn en hægt er að sjá greinina hans HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.