Árskóli stefnir á útikennslu í Litla Skógi
Umhverfis- og skipulagsnefnd Skagafjarðar hefur samþykkt að nýta gluta Litla Skógar sem útiskennslustofu. Það voru þær Hólmfríður Guðmundsdóttir og Sigurlaug Konráðsdóttir, kennarar við Árskóla sem komu á fund nefndarinnar sem forsvarsmenn verkefnisins.
Með útikennslu er átt við að nemendur fara út u.þ.b. einu sinni í viku og vinna fjölbreytt verkefni úti undir beru lofti. Eru allar námsgreinar undir. Hugmyndir hafa komið fram um að nýta Litla-Skóg sem útikennslustofu því hann er í næsta nágrenni við skólann. Þessi nýting veldur ekki mikilli röskun á umhverfinu og aðeins er notast við einfaldan efnivið, t.d. trjágreinar og drumba, möl og kaðla. Þar sem umrætt svæði er útivistarsvæði fyrir almenning er ósk um að fá leyfi til að nýta hluta af skóginum undir starfsemina og halda áfram með verkefnið. Líkt og áður sagði samþykkti nefndin að nýta hluta var garðyrkjustjóra ásamt forsvarsmönnum verkefnisins falið að velja svæði í Litla Skógi. Þá verður gert skriflegt samkomulag milli Árskóla og Sveitarfélagsins um verkefnið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.