Árskóli settur í dag - 10 sinnum

Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla mun setja skólann 10 sinnum í dag.

Árskóli á Sauðárkróki verður settur í dag og verður nóg um að vera hjá Óskari skólastjóra og starfsfólki hans en skólinn verður alls settur 10 sinnum á fimm klukkustundum.
Nemendur mæti til skólasetningar þriðjudaginn 25. ágúst sem hér segir:
  4. bekkur         kl. 09:00
  5. bekkur         kl. 09:30
  6. bekkur         kl. 10:00
  7. bekkur         kl. 10:30
  8. bekkur         kl. 11:00
  9. bekkur         kl. 11:30
10. bekkur         kl. 12:00

  3. bekkur         kl. 13:00
  2. bekkur         kl. 13:30
  1. bekkur         kl. 14:00

Á heimasíðu skólans er

Vakin er athygli á gjaldskrárbreytingu á morgunverði nemenda í 4. – 10. bekk.  Stakur morgunverður kostar nú 150,- kr.  Hægt er að kaupa kort með 10 morgunverðarmiðum á  1.300,- kr.

Þá er búið að opna fyrir skráningu í Matartorg fyrir  ágúst og september, og verður það opið til 31. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir