Árskóla slitið í dag
feykir.is
Skagafjörður
01.06.2010
kl. 10.06
Skólaslit Árskóla verða haldin í dag, neðra stigið við Freyjugötu og efra stigið við Skagfirðingabraut. Gleðiganga fór fram í gær.
- Árskóli við Freyjugötu:
- Kl. 13:30 1. bekkur
- Kl. 14:00 2. bekkur
- Kl. 14:30 3. bekkur
- Árskóli við Skagfirðingabraut:
- Kl. 16:00 4.-8. bekkur
- Kl. 20:00 9.-10. bekkur
Á skólaslitum 9. og 10. bekkjar munu hinir fyrrnefndu og foreldrar þeirra bjóða upp á veitingar. Allir velunnarar skólans eru velkomnir á skólaslitin.
Í gær var haldin hin árlega gleðiganga Árskóla þar sem allir klæða sig upp og ganga í takt undir dynjandi gleðilögum og eru Júróvísionlögin einkar hentug. Gengið var frá Árskóla við Skagfirðingabraut og upp á sjúkrahús niður í bæinn og endað í grillveislu við skólann á Freyjugötu. Látum hér fylgja nokkrar myndir sem teknar voru er hópurinn var á leið upp hverfisbrekkuna að Heilbrigðisstofnuninni.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.