Árshátíð Léttfeta um aðra helgi

Félagar í hestamannafélaginu Léttfeta ætla að bregða undir sig létta fætinum og halda árshátíð  laugardagskvöldið  6. mars í Tjarnarbæ. Félagar kvattir til að mæta.

Í boði verður matur og gaman frá meistara Óla á Hellulandi og væri það óðs manns æði að telja það allt upp. Engin drykkjarföng verða seld á staðnum. Skemmtiatriði verða að venju t.d. pistill ferðanefndar, leikrit, söngur og trall.

Félagar eru kvattir til að mæta og taka með sér gesti. Húsið opnar kl 20:00 en borðhald hefst kl 20:30.

Tilkynna þarf þátttöku fyrir miðvikudagskvöldið 3. mars til Steinunnar í síma 865-0945 eða Geira í síma 894-5832.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir