Arnar Skúli og Hallgrímur Ingi semja við Tindastól
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
08.01.2009
kl. 09.55
Arnar Skúli Atlason og Hallgrímur Ingi Jónsson hafa skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Tindastóls.
Á heimasíðu Tindastóls eru kynntir til sögunnar hver knattspyrnumaðurinn af öðrum sem skrifa undir við félagið.
Arnar Skúli er fæddur árið 1991 og er sóknarmaður. Arnar Skúli tók þátt í 21 leik með m.fl. Tindastóls sl. tímabil. Eins og fram hefur komið slasaðist hann um jólin en verður orðinn góður þegar vorar og þá klár í slaginn.
Hallgrímur Ingi er úr hinum efnilega hópi sem fæddur er á því herrans ári 1991. Hallgrímur er varnar- miðjumaður. Hann mun leika með 2.fl. í sumar og án efa öðlast þar góða reynslu.
Myndir Tindastóll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.