Arnar Geir í sigurliði Missouri Valley College í golfi
Skagfirðingurinn Arnar Geir Hjartarson og félagar hans í Missouri Valley College spiluðu dagana 29. apríl – 1. maí á Heart of America Championship mótinu í golfi. Leikið var á Porto Cima vellinum á Sunrice Beach í Missouri. Glæsilegur völlur sem hannaður er af Jack Nicklaus.
Á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks segir að þeir félagar hafi leikið hringina þrjá á 901 höggi (315-289-297) eða 37 yfir pari. Eftir erfiðan fyrsta hring, þar sem þeir voru í 5. sæti léku þeir frábært golf hina dagana og sigruðu með 13 högga mun.
Arnar Geir endaði í 8. sæti í einstaklingskeppninni á 228 höggum (82-72-74) og var valinn í úrvalslið deildarinnar. Þetta er í fyrsta skipti í sögu skólans sem liðið vinnur deildarmeistaratitil í golfi. Liðið er mjög alþjóðlegt því auk Arnars er einn liðsmaðurinn frá Spáni, annar frá Tékklandi, þriðji frá Skotlandi og sá fjórði frá Englandi.
Arnar Geir er Króksari sonur Katrínar Gylfadóttur og Hjartar Geirmundssonar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.