Arnar Geir hafði betur í úrslitum gegn Þórði Inga

Þórður Ingi og Arnar Geir spiluðu til úrslita í mótinu í gærkvöldi. MYND AF FB-SÍÐU PÍLUKASTFÉLAGS SKAGAFJARÐAR
Þórður Ingi og Arnar Geir spiluðu til úrslita í mótinu í gærkvöldi. MYND AF FB-SÍÐU PÍLUKASTFÉLAGS SKAGAFJARÐAR

Í gærkvöldi stóð Pílukastfélag Skagafjarðar fyrir vel heppnuðu móti en 16 keppendur mættu til leiks í aðstöðu félagsins við Borgarteig á Sauðárkróki. Eftir spennandi keppni þá sigraði Arnar Geir Hjartarson að loknum spennandi úrslitaleik við Þórð Inga Pálmarsson en úrslitaviðureignin endaði 3-2. Í þriðja sæti varð síðan Ingvi Þór Óskarsson eftir að hafa borið sigurorð af Orra Arasyni.

Mótið fór þannig fram að keppendunum 16 var skipt í fjóra fjögurra manna riðla þar sem allir spiluðu innbyrðis en vinna þurfti þrjá leiki til að fá sigurvegara í hverri viðureign. Síðan tók við úrslitakeppni milli allra 16 keppendanna þar sem þeir sem voru efstir eftir riðlakeppni mættu þeim sem voru neðstir o.s.frv.

Frábært kvöld sem gekk mjög vel og spilað var á sjö spjöldum. Talsverðar endurbætur hafa verið gerðar á keppnissalnum en þar eru nú sjö keppnisspjöld og styttist í að það áttunda verði sett upp. Áhuginn fyrir pílunni er mikill og keppendur á ansi breiðu aldursbili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir