Árlegt jólaball Umf. Hvatar í dag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
30.12.2008
kl. 09.53
Árlegt jólaball Umf. Hvatar verður í dag, þriðjudaginn 30. desember og hefst kl. 17:00 í Félagsheimilinu á Blönduósi og verður létt húllum hæ eins og vanalega.
Gengið í kringum jólatréið, sungin falleg jólalög og aldrei að vita nema einhverjir jólasveinar kíki í heimsókn og taki lagið með gestum. Kökur og kaffi í boði ungmennafélagsins og velunnara félagsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.