Árlegir jólatónleikar Lóuþræla í kvöld í Félagsheimilinu á Hvammstanga
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
12.12.2024
kl. 08.59
Karlakórinn Lóuþrælar býður á jólatónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, fimmtudaginn 12. desember, kl. 20:00. Tónleikarnir eru orðnir fastur liður í aðventunni og hafa þeir haldið jólatónleika í hátt í tuttugu ár. Kórinn syngur fyrst og fremst jólalög og er frítt inn á tónleikana. Landsbankinn býður upp á kakó og smákökur. Starf kórsins er styrkt af Uppbyggingarsjóði SSNV. En tónleikarnir sjálfir í boði Landsbankans og Húnaþings vestra. Feykir spjallaði við Júlíus Guðna formann Lóuþrælanna um sönginn og kórstarfið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.