Árleg hópa- og fyrirtækjakeppni Hvatar í innhússknattspyrnu

Mynd: Húnahornið

Hin árlega hópa- og fyrirtækjakeppni Hvatar í innanhúsknattspyrnu fer fram sunnudaginn 28. desember og hefst mótið kl 13:00. Spilaður verður svokallaður "löggubolti" þ.e.a.s. 4 í liði, spilað er á handboltamörkin.

Ekki er leyfilegt að verja með höndum og boltanum er kastað inná (innkast) þegar hann fer útaf. Einnig þurfa einhverjir úr liðunum að sjá um dómgæslu þegar þau eru ekki að keppa.
Þátttökugjald er 8000 kr á lið og skal það greiðast með peningum (tökum ekki kort) áður en mótið hefst. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á getraunir@hvotfc.is eða í síma 4524191 eða 8995676 fyrir kl 22:00 laugardaginn 27. desember

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir