Árgangur 1957 fundar í kvöld

Ómar Bragi á leikdegi Man.Utd.

Eins og áður hefur verið greint frá á síðum Feykis.is þá stendur til að halda þorrablót á Sauðárkróki 6.febrúar nk. í anda þeirra blóta sem þekkist víða annars staðar þar sem fólk kemur með sitt trog og stígur dans fram eftir nóttu.

Ómar Bragi Stefánsson einn forsprakka árgangs ´57 segir undirbúning ganga vel en þeir reyni að ná til sem flestra úr þeim árgangi. Í kvöld verður haldinn undirbúningsfundur fyrir Króksblótið í vallarhúsinu við íþróttavöllinn og hefst kl. 20:00 og þar vill Ómar sjá sem flesta sem telja sig vera ´57 árgang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir