Ánægðir veiðimenn á Blöndulónssvæðinu
Nú hefur gæsaveiðitímabilið staðið yfir í nokkurn tíma og veiðimenn vítt og breitt um landið legið í skurðum og skothúsum til að stunda þessa veiði.
Nokkrir hressir veiðimenn sem hafa komið til veiða á Blöndulónssvæðinu s.l. 4 ár létu sig ekki vanta nú enda ánægðir með aðstæður og ekki síst kynni af fólkinu á svæðinu. -Það sem hefur gert ferðir okkar enn ánægjulegri eru hlýjar og góðar móttökur á svæðinu. Hvort sem um er að ræða bændur, starfsfólk verslanna eða hinn "almenna borgara". Hvar sem við höfum komið hafa mótökurnar verið góðar og allir af vilja gerðir til að hjálpa eða bara spjalla um daginn og veginn, segir Þorsteinn Másson frá Ísafirði en hann og félagar hans áttu mjög ánægjulega tíma í Húnavatnssýslu fyrir skömmu. -Takk kærlega fyrir okkur og við sjáumst hress að ári, segir Þorsteinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.