Ánægðir íbúar við Kleifartún

Kleifartún 17 - 25

Í síðustu viku voru þjónustuíbúðir í Kleifartúni á Sauðárkróki afhentar nýjum íbúum en þeir eru skjólstæðingar SSNV um málefni fatlaðra.

Ánægðir íbúar taka við lyklum og blómum

Það voru ánægðir íbúar sem tóku við lyklum að íbúðum sínum við hátíðlega athöfn 24. október síðasta. Eigandi húsanna er Húsbyggingarsjóður Landssamtakanna Þroskahjálpar en leigutaki er SSNV málefni fatlaðra. Sveitarfélagið gerir leigusamning við hvern og einn íbúa sem sjálfur stendur straum af öllum kostnaði af eigin tekjum og húsaleigubótum en Sveitarfélagið annast og veitir alla þá þjónustu sem íbúarnir eiga rétt á. Lögð er áhersla á að íbúar ráði sjálfir sínum málum og búi við sambærileg lífskjör eins og aðrir íbúar kagafjarðar.

 Byggðasamlag um félagsþjónustu við fatlaða íbúa á Norðurlandi vestra gerði þjónustusamning við ríkið og hefur frá árinu 1999 annast alla þjónustu á svæðinu sem veitt er á grundvelli laga um málefni fatlaðra. Meginmarkmið samningsins er að samþætta þjónustu við fötluð börn og fullorðna í heimabyggð og fella hana sem framast er unnt að starfsemi annarra þjónustuaðila, færa þjónustuna nær notendum og auðvelda þannig aðgang að henni.

Aðalheiður Bára Steinsdóttir ásamt foreldrum sínum

 

Steinar Þór Björnsson ánægður með nýju íbúðina

 

Sævar Örn Guðmundsson var ánægður með daginn

 

Sólveig Harpa Steinþórsdóttir fannst nýja eldhúsið frábært

 

Hákon Unnar Þórarinsson fannst mikið til koma í nýja dvalarstaðnum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir