Alvarleg staða stofnfjáreigenda í Húnaþingi vestra

Fulltrúar sveitastjórnar Húnaþings vestra og hluti stofnfjáreigenda í Sparisjóði Keflavíkur, áður Sparisjóði Húnaþings og Stranda, funduðu á dögunum með viðskiptanefnd Alþingis þar sem lýst var yfir áhyggjum af stöðu stofnfjáreigenda í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda.

Sparisjóður Keflavíkur hefur sótt um framlag ríkisins í samræmi við neyðarlög um fjármálastofnanir. Það þýðir í dag að þeir Sparisjóðir sem sækja um framlag ríkisins munu þurfa að sætta sig við að stofnfé verði fært niður og stofnfjáreigendur geti tapi allt að 80% af sínu stofnfé.

Samkvæmt heimildum Feykis eiga margir í Húnaþingi vestra stofnfé í Sparisjóðnum og eru margir þeirra stofnfjáreiganda handhafar stórra hluta. Oftar en ekki hvíla lán á þessum hlutum og því ljóst að margir munu sitja eftir með sárt ennið tapist hlutur þeirra að hluta til eða alveg. 

Þess má geta að Sparisjóður Strandamanna og Afl Sparisjóður sem inniheldur Sparisjóðinn á Siglufirði og í Skagafirði hafa ákveðið að sækja ekki um ríkisframlag og verður hlutur stofnjáreignanda þessara sjóða því óbreyttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir