Altaristeppi afhent Miklabæjarkirkju.
Við guðsþjónustu í Miklabæjarkirkju í Blönduhlíð sl. sunnudagskvöld var altaristeppi afhent kirkjunni. Teppið hefur verið í vinnslu undan farin þrjú og hálft ár. Þar eru sjö konur í Akrahreppi sem réðust í þetta framtak og hafa hist um 100 sinnum meðan á þessu stóð auk þess sem þær saumuðu iðulega heima hluta af verkinu.
Það var Svanhildur Pálsdóttir á Stóru-Ökrum I sem hafði orð fyrir konunum sem gerðu teppið. Hún sagði að talsverður tími hefði farið í undirbúning og ákvarðana töku um hvernig teppið skildi líta út. Þetta var að sjálfsögðu unnið í samráði við sóknarprestinn séra Döllu Þórðardóttur. Niðurstaðan er glæsilegt verk 2.8 x3.4 að stærð sem fer einkar vel á veggnum yfir altarinu í kirkjunni. Myndirnar á teppinu hafa með ýmsum hætti skírskotun í kirkjustarf og trúarlíf og er ekki vafi á að það mun vekja mikla athygli. Þess má geta að fleiri en konurnar sjö komu að gerð teppisins þanni greiddi kvenfélag sveitarinnar kostnað við að stinga teppið sem gert var í Reykjavík. Séra Dalla Þórðardóttir sóknarprestur veitti teppinu viðtöku og færði öllum að þessu komu á einn eða anna hátt þakkir fyrir. Hvert sæti var skipað og vel það í Miklabæjarkirkju við þetta tækifæri. Eftir athöfina bauð kvenfélag sveitarinnar kirkjugestum til kaffidrykkju í félagsheimilinu Héðinsminni. ÖÞ:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.