Alta IF lagðar að velli á Gothia Cup

Sigurganga 3. flokks Tindastólsstúlkna heldur áfram á alþjóða Gothia Cup fótboltamótinu í Svíþjóð. Nú fyrir stundu fengu sænsku stúlkurnar í Alta IF að kenna á íslensku valkyrjunum þegar þær voru lagðar að velli 2-1 með mörkum Söru Rutar en hún skoraði bæði mörkin í leiknum.

 

Með sigrinum er Tindastóll búin að tryggja sig áfram í milliriðla en einn leikur er eftir í undanriðlinum sem fer fram á morgun og þá á móti Eds FF frá Svíþjóð. Veðrið var full gott fyrir svala Íslendinga en 30 stiga hiti og glampandi sól er í Gautaborg í dag og reyndi það mjög á stelpurnar sem sögðu að þær væru alveg búnar á því.

 

Stelpurnar eru að spila upp fyrir sig þar sem þær eru í riðli 17 ára og yngri en í liðinu eru 15 og 16 ára stúlkur og voru því ekki gjaldgengar í riðil 15 ára og yngri.

 

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir