Almenningi gert að flokka allt sorp
Frá og með næstu áramótum er stefnt að því að rekstraraðilum í Skagafirði verði gert að greiða fyrir móttöku alls úrgangs að undanskildum þeim úrgangsflokkum sem bera úrvinnslu- eða skilagjald.
Ómar Kjartansson, framkvæmdastjóri Flokku, kom á dögunum til viðræðna við Umhverfis og samgöngunefnd um sorphirðu, endurvinnslu, urðun og flokkun. Var sviðsstjóra og formanni nefndarinnar falið að gera drög að gjaldskrá fyrir móttöku úrgangs.
Almenningur mun ekki greða fyrir úrgang sem myndast við venjulegan heimilsrekstur en frá og með áramótum verður ætlast til þess að almenningur flokki allt sorp. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við Byggðarráð að hafin verði flokkun sorps á þéttbýlisstöðum í sveitarfélaginu næstu áramót. Þriggja tunnu kerfi verði notað.
Almenningur mun einungis koma til með að þurfa að greiða fyrir stærri farma s.s. úrgang frá byggingum eða breytingu íbúðarhúsnæðis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.