Allt um fundi, samskipti og að ná árangri
feykir.is
Skagafjörður
27.04.2009
kl. 11.42
Jim Mahone frá Háskólanum í Guelph var gestakennari á Ferðamálabraut Háskólans á Hólum á dögunum.
Kenndi Jim nemendum sem eru í ferðamáladeild og eru ýmist í viðburðastjórnun eða ferðamálafræði (BA). Jim er hólamönnum að góðu kunnur en hann hefur komið áður og kennt við deildina. Viðfangsefnið var flest er tengdist fundum, samskiptum, því að ná samningum og niðurstöðu ásamt hópastarfi. Er óhætt að segja að þetta hafi verið líflegir tímar en lögð var áhersla á virkni nemenda og leikræna tjáningu þeirra.
Fleiri myndir má sjá hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.