Álftagerðisbræður á leið suður

Aðdáendur Álftagerðisbræðra sunnan heiða geta glaðst um helgina því þeir verða á ferðinni og hafa Stefán Gíslason píanista með sér. Þeir munu syngja í Borgarnesi og Reykjavík.

Í Borgarneskirkju verður sungið föstudagskvöldið 12. feb. og byrja tónleikarnir kl. 20:30. Daginn eftir verður haldið til Reykjavíkur og sungið í Fella- og Hólakirkju og byrja tónleikarnir þar kl. 16.

Sigfús Pétursson segir að ákveðið verði á fimmtudaginn hvaða lög verða á dagskránni en þeir hafa úr yfir 100 lögum að velja. Heldur hann að Álftagerðisbræður eigi lengstan starfsferil allra kvartetta á Íslandi en upphaflega kom hann saman til að syngja á jarðaför föður þeirra  haustið ´87 eða fyrir hartnær 23 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir