Álfhildur fer fyrir lista VG í Norðvesturkjördæmi
Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. Eins og greint var frá í síðustu viku hafði oddviti VG í kjördæmi, Bjarni Jónsson, sagt skilið við flokkinn og því ljóst að nýr oddviti færi fyrir lista VG. Það kom svo í ljós í gær að það er Álfhildur Leifsdóttir, kennari og sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, sem leiðir listann.
Hún hafði áður lýst því yfir að yrði leitað til hennar mundi hún íhuga það vandlega og ljóst að Álfhildur hefur ákveðið að taka stökkið.
Í öðru sæti lista VG er Bjarki Hjörleifsson frá Stykkishólmi, Sigríður Gísladóttir frá Ísafirði skipar þriðja sætið, Friðrik Aspelund í Borgarbyggð það fjórða og Lilja Magnúsdóttir á Grundarfirði er í fimmta sætinu.
Hér má sjá listann í heild sinni:
- Álfhildur Leifsdóttir – Sauðárkróki
- Bjarki Hjörleifsson – Stykkishólmi
- Sigríður Gísladóttir – Ísafirði
- Friðrik Aspelund – Borgarbyggð
- Lilja Magnúsdóttir – Grundarfirði
- María Maack – Reykhólum
- Kristín Þorleifsdóttir – Stykkishólmi
- Matthías Lýðsson – Strandir
- Brynja Þorsteinsdóttir – Borgarbyggð
- Bjartmar Hlynur Hannesson – Borgarbyggð
- Nanný Arna Guðmundsdóttir – Ísafirði
- Valdimar Guðmannsson – Blönduósi
- Halla Hrefnu Steinólfsdóttir – Dölum
- Björg Baldursdóttir – Skagafirði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.