Álfhildur fer fyrir lista VG í Norðvesturkjördæmi

Bjarki, Álfhildu og Sigríður en þau skipa efstu þrjú sæti lista VG fyrir þingkosningarnar 2024. MYND AF VG.IS
Bjarki, Álfhildu og Sigríður en þau skipa efstu þrjú sæti lista VG fyrir þingkosningarnar 2024. MYND AF VG.IS

Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. Eins og greint var frá í síðustu viku hafði oddviti VG í kjördæmi, Bjarni Jónsson, sagt skilið við flokkinn og því ljóst að nýr oddviti færi fyrir lista VG. Það kom svo í ljós í gær að það er Álfhildur Leifsdóttir, kennari og sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, sem leiðir listann.

Hún hafði áður lýst því yfir að yrði leitað til hennar mundi hún íhuga það vandlega og ljóst að Álfhildur hefur ákveðið að taka stökkið.

Í öðru sæti lista VG er Bjarki Hjörleifsson frá Stykkishólmi, Sigríður Gísladóttir frá Ísafirði skipar þriðja sætið, Friðrik Aspelund í Borgarbyggð það fjórða og Lilja Magnúsdóttir á Grundarfirði er í fimmta sætinu.

Hér má sjá listann í heild sinni:

  1. Álfhildur Leifsdóttir – Sauðárkróki
  2. Bjarki Hjörleifsson – Stykkishólmi
  3. Sigríður Gísladóttir – Ísafirði
  4. Friðrik Aspelund – Borgarbyggð
  5. Lilja Magnúsdóttir – Grundarfirði
  6. María Maack – Reykhólum
  7. Kristín Þorleifsdóttir – Stykkishólmi
  8. Matthías Lýðsson – Strandir
  9. Brynja Þorsteinsdóttir – Borgarbyggð
  10. Bjartmar Hlynur Hannesson – Borgarbyggð
  11. Nanný Arna Guðmundsdóttir – Ísafirði
  12. Valdimar Guðmannsson – Blönduósi
  13. Halla Hrefnu Steinólfsdóttir – Dölum
  14. Björg Baldursdóttir – Skagafirði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir