Aldrei fleiri nemendur við skólann
á vef Hóla segir að álitlegur stafli umsókna um skólavist hafi hlaðist upp á vordögum. Alls bárust 144 umsóknir í skólann auk 17 umsókna í nám sem er sameiginlegt með öðrum háskólum. Ekki var nóg með að umsóknir væru margar, þær voru einnig vænar. Afgreiðslu umsókna er nú að ljúka og sömuleiðis inntökuprófum.
Á vefnum segir; -Um nám í hestafræðideild sóttu 92 (þar af 12 í BS nám í hestafræði sem er sameiginlegt með LbhÍ) í ferðamáladeild 57 og í fiskeldis- og fiskalíffræðideild 12 (þar af 5 í BS nám í sjávar- og vatnalíffræði sem er sameiginlegt með HÍ).
Fyrir er í skólanum góður hópur nemenda í öllum deildum þannig að á næsta skólaári verður hér mjög stór hópur nemenda svo ekki sé meira sagt.
Það er heldur betur gott að finna fyrir áhuga fólks að mennta sig við Háskólann á Hólum. Það blæs krafti og ánægju í starfslið og kennara. Ekki er vafi á að útskrifaðir nemendur okkar eiga þarna hlut að máli en þeir eru ötulustu og bestu kynningarfulltrúarnir beint og óbeint í gegnum störf sín.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.