Alawoya leysir King af í körfuboltanum
Urald King, leikmaður meistaraflokks Tindastóls í körfubolta, hefur óskað eftir því að fá frí frá æfingum og keppni til að vera viðstaddur fæðingu barns síns. King mun halda til Bandaríkjanna í nóvember og kemur aftur til liðsins eftir jól. Körfuknattleiksdeildin hefur gengið frá samningum við P.J. Alawyoa um að leika með liðinu á meðan King er í leyfi.
„Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samþykkt þessa ósk Urald King enda er fjölskyldan ávallt í fyrirrúmi,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður deildarinnar. „Alawoya þekkir íslensku deildina vel en hann spilaði með KR árið 2017, lék 19 leiki, var með 15 stig að meðaltali í leik og 8 fráköst. Stjórn Kkd Tindastóls biður Alawoya velkominn til félagsins og hlökkum til að sjá King aftur á vellinum eftir áramót,“ segir Ingólfur Jón.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.