Akstur í félagsþjónustu lagður niður
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
02.03.2010
kl. 08.45
Bæjarráð Blönduósbæjar hefur samþykkt að leggja niður akstur í félagsþjónustu aldraðra á Blönduósi þar sem það sem af er ári hafi fáir nýtt sér þjónustuna.
Áður hafði í Í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2010 verið tekin ákvörðun um að innheimta gjald fyrir akstur í félagsþjónustu aldraðra sem nemur strætisvagnagjaldi á Höfuðborgarsvæðinu. Þjónustan var lítið nýtt og því fór sem fór.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.