Akrahreppur vill aðeins greiða fyrir nýttar stundir

Frá degi leikskólans

Fulltrúar Akrahrepps á samráðsfundi sveitarfélaganna Akrahrepps og Skagafjarðar telja núverandi samkomulag um rekstur leikskóla í Varmahlíð, það er að hreppurinn greiði fyrir heildarbarnafjölda en ekki notaðar klukkustundir á leikskólanum óraunhæft.

Eru það rök fulltrúa Akrahrepps að eðlilegra sé að miða við notaðan tíma, enda samkomulag um að gott sé á leikskóla sem þessum að hafa nokkurn sveigjanleika hvað tímalengd vistar varðar. Henti þess lags fyrirkomu lag betur þeim sem búi fjarri leikskólanum. Ákveðið var að fara betur yfir þennan þátt á næsta fundi nefndarinnar og fyrir þann fund yrðu teknar saman nýtingartölur og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir