Akkur frá Brautarholti fallinn
Stóðhesturinn Akkur frá Brautarholti var felldur s.l. laugardag eftir að hafa veikst alvarlega miðvikudaginn 2. september. Þrátt fyrir skjót og góð viðbrögð dýralækna sem gerðu allt til að reyna bjarga hestinum var ekki annað hægt en að fella þennan mikla höfðingja.
Þetta kemur fram á http://www.hrima.is/, heimasíðu Tryggva Björnssonar á Blönduósi en hann var eigandi Akks ásamt Ásmundi Ingvasyni.
Tryggvi segir að ágætlega hafi litið út með bata en svo fór að lokum að honum hrakaði mjög síðustu daga og því var ákveðið að fella hestinn.
„Það er mjög sorglegt að horfa á eftir þessum mikla höfðingja þar sem hann hefur veitt manni mikla og góða kennslu og árangur frá því að við eignuðumst hann í mars 2007“, segir Tryggvi en þeir hafa verið sigursælir á keppnisvellinum i gegnum tíðina.
Akkur hafði hlotið í kynbótadóm 8,23 fyrir sköpulag, 8,80 fyrir hæfileika og 8,57 í aðaleinkun
Sigurvegari í B. flokk hjá Þyt 2007 og 2009
Sigraði B. flokk á Ístölti Austurlands 2008
Þriðja sæti í B. flokk á Landsmóti 2008
Í úrslitum í B. flokk á Metamóti hjá Andvara 2007 og 2008
Fjórða sæti í B. flokk á FM 2009
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.