Áin yfirfull af laxi

laxá ásum Laxá á Ásum er að ná fyrri styrk en að sögn Kristjáns Sigfússonar á Húnsstöðum sagði leiðsögumaður í ánni við hann um daginn að áin væri yfirfull af laxi.

 

 

-Það var þokkalegt vatn í ánni í sumar og þar sem áin rennur svo til við bæjardyrnar hjá mér má segja að ég hafi varla getað sofið fyrir laxagengd í sumar, segir Kristján. Árni Baldursson hefur haft ánna á leigu undanfarin ár en samningur hans rann út núna í haust. Frá því að veiði hófst þann 1. júlí hafa komið á land 550 laxar á 64 dögum sem gerir dagveiði upp á rúmlega 8 laxa á stöng.

 

Ef gömlu gaurarnir hefðu verið í ánni sem voru að veiða hér áður fyrr hefði áin farið langt fyrir 2000 laxa. Þetta eru allt aðrar aðferðir sem viðhafðar eru við veiðina í dag, segir Kristján að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir