Aftur vetur í kortunum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.01.2010
kl. 08.26
Eftir vorið síðustu vikuna er aftur komin vetur í kortin en spáin gerir ráð fyrir norðvestan 3-8 en vestan og suðvestan 3-13 um hádegi. Hægviðri í kvöld en norðaustan 3-8 á morgun. Stöku él. Hiti kringum frostmark.
Hálka, hálkublettir og jafnvel krapi og snjór er ástandið á vegum á Norðurlandi vestra og hvetur Feykir.is því vegfarendur að kíkja á vef Vegagerðarinnar áður en lagt er í hann.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.