Aftanívagnar í skoðun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
10.07.2009
kl. 14.43
Tjaldvagnar og hjólhýsi eru nú dregin um vegi landsins sem aldrei fyrr enda hefur viðrað einstaklega vel til útivistar að undanförnu. Eigendur slíkra vagna þurfa nú að láta skoða þá þar sem þau eru orðin skráningaskyld tengitæki og eru þessar reglur afturvirkar og gilda óháð aldri þeirra.
Kerrur eru einnig skráningarskyldar ef heildarþyngd er yfir 750 kg en þær sem eru undir þeirri þyngd skulu hafa viðurkenndan ljósabúnað samkvæmt reglum.
Eftir 1. ágúst verða eigendur aftanívagna sektaðir hafi þeir látið hjá líða að fara með þá í skoðun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.