Áfram rigning í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.08.2009
kl. 08.23
Spáin gerir ráð fyrir norðaustan 5-13 m/s og rigningu í dag. Hvassast á annesjum. Talsverð rigning um tíma um hádegi. Dregur úr vindi og vætu undir kvöld, en dálítil rigning eða súld með köflum í nótt og á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Á morgun má hins vegar gera ráð fyrir smá sólarglennu og er líklega eins gott að njóta hennar því að á föstudag og um helgina á að halda áfram að rigna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.