Áfram hlýtt
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
10.11.2009
kl. 08.27
Þrátt fyrir að aðeins séu sex vikur til jóla er fátt í veðurfarinu þessa dagana sem minnir á þá árstíð og gerir spáin ráð fyrir áframhaldandi blíðu í dag og á morgun. Feykir.is mælir með að íbúar noti blíðuna til þess að setja niður síðustu haustlaukana og eins til þess að skella upp jólaseríunum og þegar þar að kemur þurfi ekkert annað en kveikja á þeim.
En að spánni sem gerir ráð fyrir suðvestan 5-10 og stöku skúrum. Hægari og léttir heldur til í kvöld og nótt. Suðaustan 3-8 og bjart að mestu á morgun. Hiti 2 til 7 stig, en sums staðar næturfrost.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.