Afrakstur flóamarkaðar til Þuríðar Hörpu

Guðlaug Dís, Malen, Þórdís Dóra og Ágústa . Á myndina vantar Svanhildi

Í gær komu fjórar galvaskar stúlkur í Nýprent og afhentu Þuríði Hörpu afrakstur flóamarkaðar sem þær settu upp fyrir framan Hlíðarkaup og Skagfirðingabúð fyrir um tveimur vikum.

Stúlkurnar Guðlaug Dís Eyjólfsdóttir, Malen Áskelsdóttir, Þórdís Dóra Jakobsdóttir, Ágústa Eyjólfsdóttir og Svanhildur Einarsdóttir tóku tvo daga í flóamarkaðinn og söfnuðu alls kr. 25.075-,
Ýmsir aðilar hafa safnað í styrktarsjóð Þuríðar og hafa börn tekið virkan þátt í því.

Þuríður vill koma kæru þakklæti til allra þeirra sem hafa sýnt henni þann mikla stuðning og hlýhug sem hún hefur notið hjá samferðafóki sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir