Afl ekki á leið i norðlenska peningastofnun

-Við höfum verið að skoða okkar kosti hvað aðra Sparisjóði varðar en engar sameiningaviðræður hafa farið fram. En að við höfum eitthvað talað við þá hjá  Saga Capital, KEA eða KS það er bara af og frá, segir Ólafur Jónsson, sparistjóðsstjórin hjá Afli  Sparisjóði sem er móðurfélag Sparisjóðanna á Siglufirði og í Skagafirði

Ólafur segir jafnframt að eðlilega séu menn að velta vöngum yfir kostum í stöðunni en tekur skýrt fram að þar séu einungis á ferðinni óformlegar vangaveltur og þessi mál hafi ekki verið tekin upp innan stjórnar. - Ég hef einu sinni rætt við Svarfdælinga og eins við þá á Grenivík en þar eru menn meira  að velta vöngum yfir stöðunni en nokkuð annað, segir Ólafur og bætir við að fréttin hjá rúv í gær sé einfaldlega röng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir