Aðventudagur Grunnskólans á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
20.11.2009
kl. 08.29
Aðventudagur foreldrafélags Grunnskólans á Blönduósi verður haldinn n.k. sunnudag 22. nóvember frá kl. 13:00 – 16:00.
Dagskráin er nokkuð hefðbundin en á staðnum verður hægt að kaupa ýmislegt föndur, jólaskraut og piparkökur sem hægt er að skreyta á staðnum en einnig verður boðið upp á tónlistaratriði í boði nemenda í Tónlistarskóla A-Hún.
Aðventudagurinn er dagur fyrir alla fjölskylduna, líka afa, ömmu og önnur viðhengi. Nemendur 10. bekkjar sjá um kaffisölu til fjáröflunar fyrir bekkinn og spil verða í boði fyrir þá sem ekki eru í föndurstuði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.