Aðildarumsókn að Evrópusambandinu samþykkt
Í gær var kosið á Alþingi um það hvort Íslendingar eigi að sækja um aðild að ESB-batteríinu og fóru leikar þannig að aðildarumsókn var samþykkt með 33 atkvæðum, 28 voru á móti, tveir þingmenn sátu hjá. Þrír þingmenn í Norðvesturkjördæmi samþykktu aðildarumsókn en sex voru á móti.
Þeir þingmenn Nv kjördæmis sem samþykkir aðildarumsókn voru Guðbjartur Hannesson og ÓIína Þorvarðardóttir í Samfylkingu og Guðmundur Steingrímsson Framsóknarflokki.
Á móti aðildarumsókn voru Ásbjörn Óttarsson og Einar Kristinn Guðfinnsson Sjálfstæðisflokki, Gunnar Bragi Sveinsson Framsóknarflokki og sömuleiðis þrír þingmenn Vinstri grænna í kjördæminu, þau Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ásmundur Einar Daðason.
Rætt er um að samningaviðræður við ESB geti hafist í byrjun næsta árs og ef samningur fæst staðfestur í þjóðaratkvæðagreiðslu geti Ísland hugsanlega verið orðinn partur af Evrópusambandinu í lok árs 2011 eða snemma árið 2012.
En við skulum sjá til.
/Sk.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.