Aðalsteinn í leikbann
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
14.08.2009
kl. 09.31
Aðalsteinn Arnarson hefur af aganefnd KSÍ verði dæmdur í eins leiks bann. Aðalsteinn mun því missa af mikilvægum leik Tindastóls við BÍ/Bolungavík sem fram fer á íþróttavellinum á Torfunesi klukkan tvö á morgun.
Það má segja að allt sé undir hjá strákunum okkar í Tindastól og mikilvægt að þeir nái í þrjú stig til Ísafjarðar á morgun. Ísafjarðardjúp hefur löngum verið magnað og spurning um að strákarnir sæki sér kraft í djúpið að viðbættum góðum straumum að heiman. Þá verða þeim allir vegir færir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.