Aðalheiður Ingvarsdóttir Íslandsmeistari í spjótkasti
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
27.06.2017
kl. 08.29
Einn þátttakandi fór fyrir hönd USAH á Meistaramót Íslands 11 – 14 ára í frjálsum íþróttum núliðna helgi. Það var hún Aðalheiður Ingvarsdóttir frá Hólabaki og stóð hún sig með stakri prýði.
Á Húna.is segir að Aðalheiður hafi landað 1. sætinu í spjótkasti með kast upp á 20,59m en
mótsmetið er 21m auk þess kastaði hún rúmum 3m lengra en sú sem lenti í 2. sæti.
Í 60m spretthlaupi varð hún 9. sæti, hljóp á tímanum 9,86sek.
Í kúluvarpi varð hún í 3. sæti með kast upp á 6.96m og í langstökki varð hún í 6. sæti með stökk upp á 3,86m.
Í hennar flokki voru 22 þátttakendur í flestum þessara greina.
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.